Kaflaskil kennsla og ráðgjöf
  • forsíða
  • vefnaður

Kaflaskil

Er kominn tími á nýjan kafla í þínu lífi?

Lærðu að elska þig

Lærðu að elska þig,  er einstaklingsmiðuð þjálfun, fróðleikur og verkefni þar sem kenndar eru aðferðir sem stuðla að jákvæðara sjálfsmati, auknu sjálfsöryggi, ánægjulegri lífssýn og meiri lífsgæðum. Framkoma þín og hegðun gagnvart þér og þeim sem þú umgengst verður kærleiksríkari og auðveldari.

Þú lærir að standa með sjálfri/sjálfum þér á þann hátt að þér finnst eðlilegt að hafa þig í fyrsta sæti og velja aðeins það sem þér er fyrir bestu og þú elskar að hafa í þínu lífi. Óttinn við að særa aðra hverfur og framkoma þín verður fágaðri og einlægari en nokkru sinni fyrr. Meðvirkni og sjálfssvik hverfa og þú finnur hvernig þú nýtur lífsins betur og viðurkennir sjálfa/n þig eins og þú ert.

Þegar þú ferð að standa með sjálfri/sjálfum þér sérðu að það hefur jákvæð áhrif á alla í kringum þig. Allir sem þú umgengst fara að bera meiri virðingu fyrir þér og eiga auðveldara með að umgangast þig þar sem þú verður sannari og heiðarlegri og fólk veit betur hvar það hefur þig.

Þeir sem svíkja sjálfa/n sig svíkja allan heiminn.
Sjálfsöryggið þitt eflist og þér finnst þú fullkomin eins og þú ert akkúrat núna. 
Þú hættir að dæma sjálfa þig og aðra, rífa þig niður og gera lítið úr þér.
Þau samtöl sem þú æfir þig í að eiga við sjálfa/n þig verða uppbyggilegri og hvetjandi og auka þar með sjálfsánægju og hamingju þína.

Þú lærir öfluga leið til að losa þig við fordóma og þá tilfinningu að aðrir séu að dæma þig. Um leið skilur þú líka hvað það skiptir litlu máli hvað öðrum finnst um þig og gerir þér grein fyrir því að fólk er aldrei að tala um þig þegar það talar við þig ! Stórmerkileg uppgötvun sem gerir líf þitt í heild svo miklu einfaldara. Auk þess sem þú uppgötvar að þú og þín skoðun er það eina sem skiptir máli.
Í meðferðinni lærir þú að meta sjálfa/n þig meira og alla  þá eiginleika sem þú hefur og hættir að hafa þörf fyrir að vera öðruvísi á einhvern hátt. Loksins gerir þú þér grein fyrir því hversu dásamleg mannvera þú ert og hvers þú ert megnug/ur í lífinu.
Þú æfir þig í að uppgötva og nýta alla þá stórkostlegu eiginleika sem þú býrð yfir og kemur til með að eiga auðveldara með að átta þig á því hvað hrífur þig og gerir lífið dásamlegt.

Þú færð nýja lífssýn sem auðveldar þér að takast á við þau mál og aðstæður sem koma upp í þínu lífi og lætur þér ekki bregða þó eitthvað fari á annan veg en þú bjóst við. Þú verður fær um að treysta því að lífið er alltaf eins og það á að vera og finnur hvernig innsæjið þitt eykst og hjálpar þér að velja rétt hverju sinni.
Hér eru nokkrar spurningar sem hjálpa þér að skilja hvort þú ert sátt/ur við lífið.
  • Hvað er það sem þú elskar að gera og kemur þér í gott skap ?
  • Er það eitthvað sem þú ert að gera reglulega ?
  • Hverjar eru ástríður þínar ?
  • Ertu oft þreytt/ur og orkulaus ?
  • Hvað hrífur þig og lætur þig gleyma stund og stað ?
  • Líður þér vel með öllum sem þú umgengst ?
  • Ertu oft kvíðin/n eða  áhyggjufull/ur þó ekkert sérstakt sé að ?
  • Ertu með verki eða óþægindi ?
  • Hættir þú við að gera eitthvað af því þér finnst :
    • þú ekki líta nógu vel út ?
    • ekki passa í hópinn ?
    • ekki nógu góð/ur til að taka þátt ?
    • allir hinir betri, flottari eða klárari ?
  • Ertu full/ur tilhlökkunar fyrir morgundeginum ?

Eftir að hafa svarað þessum spurningum ættir þú að skilja hvort það er eitthvað sem
þú mundir vilja að breytist eða lagist í þínu lífi.
​
Að elska sjálfa/n þig eins og þú ert og elska alla sem þú átt að, elska þennan dag í dag og elska öll tækifærin sem þú færð í lífinu er stórfenglegasta tilfinning sem þú getur komist í og er bara hér handa þér.
Picture
Námskeiðið er 12 x 90 mínútur og er miðað við að lágmarki 3 vikur milli tíma. 

Stakur tími 15.000 en ef greitt er fyrir allt námskeiðið fyrirfram eða að lágmarki fjórir tímar í einu, þá kostar námskeiðið 150.000 krónur eða 12.500 krónur tíminn.
Picture
Stakur tími 1 klst almennt
​viðtal og/eða ráðgjöf.
10.000 krónur

copyright 2020

  • forsíða
  • vefnaður