My Life in WordsHér birti ég mínar hugsanir (og stundum annarra)
|
My Life in WordsHér birti ég mínar hugsanir (og stundum annarra)
|
![]() Ákvað að endurbirta þessa hugleiðingu mína frá 19. júní 2012. Ég hef unnið í sjálfri mér, skömminni og sektarkenndinni sem öllu þessu fylgdi. Ég vildi að ég ætti engar nýlegar sögur um ofbeldi gegn mér en því miður er það ekki raunin. Ég setti ekki þessa færslu inn til að fá samúð og ooo aumingja hún, heldur til þess að vekja athygli á því að allt í kringum okkur eru konur (og karlar) sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sumir einu sinni aðrir oftar. Það sem svona ofbeldi gerir sálinni er að það brýtur hana. Ég er 44 ára í dag og er enn að vinna úr þeim afleiðingum sem ofbeldi karla hefur haft á mig, vantraustið og óttinn fer minnkandi sem betur fer en þetta er þrotlaus vinna. Hér með skila ég skömminni enn og aftur til þeirra sem sköðuðu mig. Ég bar ekki ábyrgð á því og átti það ekki skilið. Hvorki þá né síðar. "Ég var nýbyrjuð i gaggó (7. bekk á þeim tíma) og var skotin í strák og á leið heim frá honum um miðnætti á laugardagskvöldi. Við höfðum verið nokkur að horfa á hryllingsmynd og þegar ég var að labba heim yfir kirkjuholtið þá var ég smeyk. Ég sá móta fyrir manni upp við kirkjuna og byrjaði að ímynda mér ýmis "scenarios" og hraðaði mér því til að komast í ljós við aðalgötuna. Þegar þangað var komið gekk að mér drengur sem ég kannaðist við og var 2 árum eldri úr hinum hluta bæjarins. Ég get ekki lýst þakklætinu sem ég upplifði og örygginu að hitta hann. Hann bauðst til að fylgja mér heim sem ég þáði því ég var enn smeyk. Við gengum í hvarf fyrir neðan götuna, og fyrir utan sundlaugina ákvað hann að kyssa mig. Ég vildi ekki kyssa hann því ég var jú skotin í öðrum strák og sagði því nei. Við það reiddist hann og tók mig hálstaki og hélt fast þar til ég missti meðvitund. Um hálftíma síðar rankaði ég við mér liggjandi á bílastæðinu og hann sat þarna hliðina á mér grátandi með gleraugun mín í höndunum. Ég fann til með honum, hann hafði "óvart" ráðist á mig og sá eftir því. Ég tók gleraugun mín og gekk heim hágrátandi í losti. Ég kærði hann ekki og sagði foreldrum mínum (sem ekki voru heima þegar ég kom) ekki frá atvikinu fyrr en nokkrum árum seinna. Ég var hrædd um að þau myndu banna mér að fara út á kvöldin. Ég var nýorðin 16 ára, hafði komist inn í Hollywood og var pínu drukkin, nýhætt með kærasta og hitti einhvern strák sem tók mig með sér heim. Ég vildi ekkert sofa hjá honum en ég fór samt heim með honum og sofnaði. Þegar ég vaknaði sagði hann mér að hann hefði fengið að setja hann aðeins inn. Ég hafði ekkert um það að segja. Þetta var nauðgun. Ég var 16 ára á útihátíð, pínu drukkin og var í partýi inn í tjaldi. Þá reiddist eigandi tjaldsins og vildi ekki að ég væri þar inni og henti mér út, hann braut á mér þumalfingurinn við það og ég gekk um og leitaði að sjúkratjaldinu, ein, rakst á strák sem vildi hjálpa mér að finna tjaldið en á leið okkar yfir smá skóglendi ákvað hann að vilja kyssa mig og eitthvað fleira ég barðist um og slapp sem betur fer. En sjokkið var nokkuð. Ég var 16 ára niður í bæ rétt fyrir jólin aftur talsvert í því og var að leita að kærastanum mínum. Spurði kunningja hans um hann en þeim kunningja fannst ég ljót svo hann lamdi mig, ég lá í götunni með skurð á auganu og viðbeinsbrotin. Ég var 19 ára niður í bæ og hitti kunningja sem ég hafði ekki séð lengi, hann hafði verið vinur mágs míns sem var dáinn og við rifjuðum upp sögur af honum og fórum saman heim, sem vinir hélt ég. Ég ætlaði bara að fá að gista. Ég rumskaði við það að hann var að reyna að fara inn í mig, ég náði að stoppa hann. Viku seinna fór á húð og hitt og fékk að vita að ég var með Klamydíu. Ég var ekki alltaf drukkin og í helmingi tilfellanna hér að ofan þekkti ég gerandann og treysti. Í tilefni kvenréttindadagsins og kjark margra kvenna til að skrifa sínar sögur ákvað ég að deila þessu hér. |
Höfundurkolbrún hlín. safn
May 2020
flokkar |