Kaflaskil kennsla og ráðgjöf
  • forsíða
  • vefnaður

Starfsferill “Vertu ekki hræddur við að vaxa hægt. Óttastu aðeins að standa kyrr.”

kolbrún hlín
2015 Enskukennari
Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
Enskukennari og kennari við starfsnámsbraut sem tilheyra Tæknimenntabraut

2008-2015 Verkefnastjóri í vefþróun og Rafrænu Reykjavík
Reykjavíkurborg 
Bar ábyrgð á uppsetningu, viðhaldi og þróun vefsetra borgarinnar ásamt starfsfólki skrifstofu vefþróunar. Vefurinn var unninn í vefumsjónarkerfinu Contentxxl.
​Þá sinnti ég eingöngu hlutverki verkefnisstjóra Rafrænnar Reykjavíkur síðustu þrjú árin. 


2004-2009 Stundakennari
Háskóli Íslands
 
Kenndi kúrsinn Notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Kennt í fjarnámi í kennsluumhverfinu Moodle með stuðning í tölvuveri. Heilsárs kúrs.

2007-2008 Verkefnastjóri
Fræðslusetrið Starfsmennt
 
 Verkefnastjóri fræðslu-, vef- og kynningarmála. Tók þátt í skipulagningu fræðslu fyrir ríkisstofnanir, hafði umsjón með uppsetningu og framkvæmd námskeiða og rafrænu utanumhaldi skráninga. Sem vefstjóri hélt ég utan um uppsetningu efnis á vef, tók þátt í áframhaldandi þróun vefsins í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið ECWeb og skrifaði og birti rafræn fréttabréf og kynningar.

2005 Enskukennari
Fjölbrautaskólinn við Ármúla
 
 Leysti af sem enskukennari eina önn

2004-2005 Verkefnastjóri
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.
 
Tók upp fyrirlestra, vistaði á vef og sá um alla vinnslu þeirra fyrir fjarnámsnemendur. Ég aðstoði við kennslu í stuttum námskeiðum fyrir kennara HÍ ma. í MS Word, Excel og Power Point auk ýmissa annarra verkefna.

2000-2002 Sérhæfð verslunarstörf
​Bóksala stúdenta
 
 Sérhæfð verslunarstörf, innkaupastjóri tímarita og dagblaða, vefstjóri bókalista og hafði umsjón með sérpöntunum.

1998- Japanskar vélar ehf 
 Umsjón með þróun vefsíðu auk ýmissa skrifstofustarfa.

1997 Vinnuskóli Reykjavíkur 
 Vann sem leiðbeinandi með unglingum. Sumarvinna.


copyright 2020

  • forsíða
  • vefnaður